Telur í­blöndunar­efni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl...

Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir.