Hæglætisveður vestan til en hvassviðri austar...

Gæðum veðursins er mjög misskipt milli landsmanna þennan miðvikudaginn. Á vestanverðu landinu verður hæg breytileg átt og léttskýjað en á austanverðu landinu er norðvestan hvassviðri eða stormur með éljum en lægir smám saman í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vetrarfærð í flestum landshlutum og unnið að mokstri eftir nóttina. Hófaskarð er ófært en annars snjóþekja eða hálka og hvassviðri víða á Norðausturlandi. Snjóþekja, hálka og hálkublettir eru á flest öllum leiðum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja nokkuð víða en þæfingur í Héðinsfirði. Hálkublettir eru á Hellisheiði og hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Suðvesturlandi og Suðausturlandi.

Á vestanverðu landinu verður breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúnduog léttskýjað í dag. Norðvestan fimmtán til 23 norðaustan- og austanlands með éljum, en lægir smám saman í dag og styttir upp, vestan fimm til þrettáná þessum slóðum undir kvöld. Frost á bilinu eitt til átta stig. Það verður austan strekkingur við suðurströndina seint í kvöld með snjókomu eða slyddu. Austlæg átt á morgun, yfirleitt á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu. Rigning eða slydda með köflum á sunnanverðu landinu og snjókoma í uppsveitum. Hiti fráfrostmarkiað fimm stigum. Þurrt og kaltnorðan tilframan af degi, en fer að snjóa þar seinni partinn með minnkandi frosti.

Pistill veðurfræðings er svohljóðandi: „Nú er veður á landinu tvískipt og mikill munur á millilandshelminga.Vestantilræður hæðarhryggur ríkjum og þar er hægbreytileg átt og léttskýjað. Veðrinu á austanverðu landinu er hinsvegar stjórnað af djúpri lægð við JanMayenog þar er norðvestanhvassviðri eða stormur með éljum, en það lægir smám saman í dag ogstyttir upp. Það er frost um allt land, allt að 8 stig inn tillandsins. Seint í dag nálgast úrkomusvæði úr suðri og í kvöldverður kominn austan strekkingur nærri suðurströndinni með snjókomueða slyddu og hitinn mjakastuppávið. Á morgun er spáð austlægriátt á landinu og vindur nær sér ekki á strik, verður yfirleitt ábilinu 5-13m/s. Sunnanlands verður rigning eða slydda með köflum og snjókoma í uppsveitum. Hiti 0 til 5 stig. Þurrt og kaltnorðantilframan af degi, en fer að snjóa þar seinnipartinn meðminnkandi frosti.“