Hrekkirnir geti valdið fólki miklu hugarangri...

Nokkuð hefur verið um símahrekki víða á landinu undanfarið en lögreglan telur að rekja megi símtölin til smáforrits þar sem finna má tilbúnar upptökur á íslensku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir símtölin geta valdið fólki miklu hugarangri og hvetur eindregið gegn notkun forritsins.