Katrín tjáir sig um útspil „konuspilsins“...

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að krefjast þess að konur styðji konur aðeins kynsins vegna. Katrín er spurð um þetta í viðtali í þættinum Politikbyrån í sænska sjónvarpinu,vegna umræðu í Svíþjóð um að verið sé að hvetja konur á þingi til styðja Magdalenu Andersson í stól forsætisráðherra og nota „konuspilið“svokallaða eða „kvinnokortet“.

Fái hún stuðning yrði hún fyrsti kvenforsætisráðherra Svíþjóðar, eina land Norðurlandanna sem ekki hefur enn haft kvenkyns forsætisráðherra. Andresson tók nýlega við sem leiðtogi Jafnaðarmanna á þingi flokksins eftir að Stefan Lövfen sagði af sér sem forsætisráðherra.

Athygli hefur vakið að flokkssystur Andersson, þar á meðal Margot Wallström og Annika Strandhäll hafa notað kyn Andersson til að ná fram stuðningi við hana. Aðspurð segist Katrín að það geti skipt máli hvort konur eða karlar eru við stjórnvölinn, til dæmis hafi jafnréttismál á Íslandi aðallega verið drifin áfram af konum.

Katrín er jafnframt spurð út í Klaustursmálið, þar sem talað hafi verið háðslega um alþingiskonur. Katrín svarar því að þar hafi komið fram mjög neikvæð og gamaldags sýn á konur og að málið hafi gert það að verkum að jafnréttismál hafi fengið enn meira vægi.