Ísland eftirbátur við skimanir á krabbameini...

Helgi Birgisson, yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og sérfræðingur í skurðlækningum ristils og endaþarms, segir Ísland eftirbáta nágrannaþjóða við skimanir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er byrjað að skima fyrir sjúkdómnum hjá körlum um fimmtugt, og hefur komið til tals í Bandaríkjunum að hefja skimun við 45 ára aldur. Um 190 greinast með krabbamein í ristli eðaendaþarmiá hverju ári. Það eru um tíu af hundraði þeirra sem greinast árlega. Krabbamein í ristli ogendaþarmivalda oft litlum einkennum, og eru þau oft dálítið langt gengin þegar þau byrja að valda einkennum segir helgi við Morgunvaktina á Rás 1 í morgun. Meðskimunumværi hægt að koma í veg fyrir krabbamein með því að greina það á forstigi. Forstig sjúkdómsins eruseparsem myndast, og er hægt að koma íveg fyrir að þeir verði að krabbameini með því að taka þá sem fyrst.

Einkenni koma seint

Helstu einkenni krabbameins í ristli eðaendaþarmieru blóð í hægðum, breytingar áhægðavefjum, slím í hægðum eða óljósir kviðverkir. Helgi ráðleggur þeim sem eru orðnir fimmtugir og hafa aldrei farið ískimun að ræða við lækninn sinn.

Það hefur staðið til í um tvo áratugi að hefjaskimanirá ristil- og endaarmskrabbameini. Það er hægt að gera á tvo máta, annars vegar með ristilspeglunum, eða meðhægðasýnum. Að sögn Helga væri hægt að sendahægðasýniannað hvert ár. Ef blóð sést í sýninu er viðkomandi sendur í ristilspeglun. Ef aðeins yrði notast við speglanir væri hægt að gera það á tíu ára fresti. Efseparfinnast í speglun þarf að fara oftar.

Kostnaðarsamt en hagkvæmt

Helgi segir þetta ferli vissulega kostnaðarsamt, en það sé einnig hagkvæmt. Meðferðin verði ódýrari því fyrr sem sjúkdómurinn uppgötvast ogfólk verður heilbrigðara lengur. Helgi segir um 28 manns á tilvonandi skimunaraldri deyja árlegaaf völdum ristil- eðaendaþarmskrabbameins. Hægt væri að koma í veg fyrir um sex dauðsföll á ári meðskimunumað hans sögn.

Heilbrigðisráðherra tók ákvörðun í nóvember í fyrra um að hefja undirbúning að framkvæmdskimanafyrir krabbameinum í ristli ogendaþarmi. Það var gert að tillöguskimunarráðs landlæknis. Ráðherra bað jafnframt um að verkefnið yrði kostnaðarmetið og unnið í tengslum við fjármálaáætlun næstu fimm ára.Umsjónskimanaverður á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fékk verkefnið á sitt borð í sumar, segir á vef heilsugæslunnar. Auglýst var eftir verkefnastjóra fyrir nokkru og er ráðningarferli að ljúka.

Fólk um fimmtugt tali við lækni

Varðandi skimunina sjálfa er stefnt að því að einstaklingum á aldrinum 50 til 74 ára verði boðin þátttaka. Eftir á að útfæra hvaða aldurshópur fær boð í fyrsta áfanga. Ákveðið hefur verið að notast verði viðhægðasýni, þar sem þátttakendur fá sýnatökusett sent heim, taka sýni sjálfir og senda til baka. Meðal þess sem tefur verkefnið er að eftir á að koma upp sameiginlegum miðlægum speglanagrunni, þar sem allar skimunarristilspeglanir eru skráðar. Slíkur gagnagrunnur hefur verið í undirbúningi en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær hann verður tilbúinn.

Sífellt yngri greindir

Ristil- ogendaþarmskrabbameiner næst algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi segir á vef Krabbameinsfélagsins. Flestir sem greinast eru yfir fimmtugt og er meðalaldur þeirra sem greinast 69 ár.Tíðni krabbameina hjá yngri en fimmtugum hefur þó verið að aukast nokkuð síðustu ár, og segir Helgi það geta verið lífstílstengt. Neysla á unnum kjötvörum, rauðu kjöti og lítil neysla á grænmeti getur aukið líkur á krabbameini, ásamt ofþyngd eða mikilli áfengisneyslu.Hægterað rekja um fimm til tíu af hundraði ristil- ogendaþarmskrabbameinatil erfða.Eins geta langvarandi bólgusjúkdómar í ristli ogendaþarmiaukið hættuna, sérstaklega sáraristilbólga, segir á vef Krabbameinsfélagsins.

Einn af hverjum sjö bíða í meira en ár

Á vef Krabbameinsfélagsins segir að horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi séu almennt góðar. Samkvæmt upplýsingum frá læknum er meðferð við krabbameini í ristli og endaþarmi með þeim hætti að byrjað er á geislameðferð til þess að minnka líkur á staðbundinni endurkomu æxlisins og til að minnka æxlið. Í framhaldi af henni er lyfjameðferð sem minnkar líkur á að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. Loks er yfirleitt framkvæmd skurðaðgerð með hlutabrottnámi eða algjöru brottnámi á ristli eða endaþarmi.

Fyrr í mánuðinum hófst átak hjá Krabbameinsfélaginu um að fá karlmenn til þess að fara í skimun. Um 60 prósent kvenna leituðu til læknis innan mánaðar eftir að þær fundu fyrir einkennum sem bentu til krabbameins, en aðeins 35 prósent karla. Einn af hverjum sjö körlum beið lengur en ár eftir að þeir fundu fyrir einkennum, segir Helgi. Á vefnum pabbamein.is er hægt að afla sér upplýsinga um einkenni sem gætu bent til krabbameins og hvert skal leita.