Niðurstaða nefndarinnar kynnt á þriðjudag...

Engin niðurstaða fékkst í máli undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar á fundi hennar í dag. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir að enn sé unnið að niðurstöðu sem verði kynnt á þriðjudag þegar nýtt þing kemur saman.