Sex ára meiðyrðamál í Landsrétti...

Aðalmeðferð í máli á hendur Ríkisútvarpinu og Helga Seljan Jóhannessyni fór fram í Landsrétti í gær. Í málinu krefst sækjandi, sem nýtur nafnleyndar, þess að ummæli í þætti Kastljóss frá 31. ágúst 2015 í tíu liðum verði dæmd dauð og ómerk, ásamt því að krafist var miskabóta, og að Ríkisútvarpinu verði gert að birta og fjalla um niðurstöðu dómsins í fréttatíma sem og á heimasíðu sinni.