Slitnað upp úr viðræðum um hjúkrunarheimili...

Ekkert verður að samningi við Heilsuvernd um tímabundin hjúkrunarrými til að létta álagi af Landspítalanum. Sjúkratryggingar segja húsið sem sé í boði ekki henta. Framkvæmdastjóri Heilsuverndar segir niðurstöðuna svekkjandi. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur verið nefnd sem mikilvægur þáttur til að létta álagi af Landspítalanum. Til stóð að fjölga tímabundnum hjúkrunarrýmum um hundrað á þessu ári og hafa staðið yfir samningaviðræður við Heilsuvernd um húsnæði og rekstur megin part þessa árs. Samningur var nánast í höfn í sumar þegar húseigandi vænlegasta kostsins hætti við. Ferlið hófst að nýju og bauð Heilsuvernd tvær aðar byggingar undir reksturinn. Fyrir mánuði beið Heilsuvernd svars en niðurstaða kom í málið í dag.