Þurrt austanlands en víða skúrir eða él...

Veðurstofan spáir suðvestanátt, fimm til tíu metrum á sekúndu, í dag og víða verðir skúrir eða él, en þurrt austanlands. Vindur gengur í norðaustan átta til þrettán með éljum um landið norðvestanvert. Hiti verður allvíða kringum frostmark, en allt að fjögurra stiga hiti við suður-og vesturströndina. Á morgun er spáð norðanátt, fimm til fimmtán metrum á sekúndu. Hvassast verður austanlands, en hægari vindum er spáð um kvöldið. Léttskýjað verður um landið sunnan- og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Frost allt að sex stig.

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar ervetrarfærð í flestum landshlutum í morgunsárið. Krapi, snjóþekja, hálka og eitthvað um flughálku sunnan til. Vegagerðin biður fólk um að aka varlega.