Undirskriftasöfnun Amnesty hafin...

Íslandsdeild Amnesty International hefur ýtt úr vör stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Herferðin heitir „Þitt nafn bjargar lífi“ og er markmið herferðarinnar að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum.