Banaslys er gangandi vegfarandi varð fyrir strætisvagni...

Kona sem lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætó. Hún var gangandi. Rauði krossinn veitti farþegum og bílstjóra áfallahjálp á staðnum.  Fyrst var greint frá þessu á mbl.is.

Í svari Strætó við fyrirspurn fréttastofu segir að ef einhverjir, sem voru á vettvangi og hafi ekki sótt sér áfallahjálp í dag, en telji sig þurfa hana, er þeim bent á að leita til Rauða krossins. Starfsmenn Strætó séuharmi slegnir ogað hugur þeirra sé hjá aðstandendum konunnar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu í dag.