Samþykktu kjörbréf allra þingmanna...

Alþingi samþykkti í kvöld tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að öll 63 kjörbréf þingmanna verði samþykkt og verður því ekki boðað til uppkosningar. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum þingmanna gegn fimm en sextán greiddu ekki atkvæði.