Staðfestu kjörbréf allra þingmanna...

Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán greiddu ekki atkvæði.