Starfið í Richardshúsi í rannsókn...

Brýnt er að fljótt verði leitt í ljós hvers vegna daufheyrst var við beiðni félagsmálastjóra Akureyrar um að aðbúnaður á barnaheimilinu í Richardshúsi á Hjalteyri, sem starfrækt var á árunum 1972-1979, væri kannaður. Þetta segir í bókun bæjarráðs Akureyrar sem fjallaði um málið á fundi sínu í gær.