Taka tvöfaldar vaktir til þess að anna álagi...

Margir hjúkrunarfræðingar taka ítrekað tvöfaldar vaktir á Landspítala til þess að anna álagi á spítalanum. Aníta Aagestad hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala á Hringbraut, segir starfsfólk oft lengja vaktirnar til þess að ná að sinna sjúklingum og skilja ekki samstarfsfólk sitt eftir á kafi í verkefnum. Mikið hefur verið fjallað um álag á Landspítala í faraldrinum og þá sérstaklega á gjörgæsludeildum. Aníta segir langvarandi álag verði til þess að margir minnki starfshlutfall og meira sé um löng veikindaleyfi.

„Ég vona bara að þetta verði leyst. Að reynt verði að halda hjúkrunarfræðingum í vinnu með einhverjum leiðum og það takist að auka nýliðun í stéttinni. Það eru fjórði til fimmti hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur sem starfar ekki við hjúkrunfimm árum eftir útskrift“ segir Aníta.

Hægt er að horfa á viðtalið við Anítu úr Kastljósi kvöldsins í spilaranum hér að ofan.