Um 10.000 Íslendingar muni búa við betra húsnæðisöryggi...

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti á gamlársdag lokaúthlutun sína á stofnframlögum til byggingar og kaupa á hagkvæmum íbúðum. Heildarúthlutun stofnunarinnar árið 2021 nam 2,7 milljörðum króna. Heildarfjárfestingin á árinu 12,8 milljarðar

Á vef stofnunarinnar kemur fram að ásíðasta ári hafa veirð keyptar eða hafin bygging á alls 364 íbúðum með stofnframlögum upp á 2,7 milljarða og nemur heildarfjárfesting sjóðsins á nýliðnu ári 12,8 milljörðumkróna. Fjárfestingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) eru ætlaðar til kaupa á hagkvæmum íbúðum sem leigðar eru út til almennings á hagstæðum kjörum. Leigutakar íbúðana þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um að vera undir útgefnum tekju- og eignamörkum. Íbúðirnar eru reistar og reknar m.a. af íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar Bjargi og Brynju byggingarfélagi ÖBÍ.

Leiga um 20% minni en á almennum markaði

Frá árinu 2016 hefur HMS útdeilt 18 milljörðum króna í bein stofnframlög vegna byggingar eða kaupa á 2981 íbúð. Um tvö þúsundþessara íbúða eru enn í byggingu eða á teikniborðinu. Um eitt þúsund fjölskyldur hafa því flutt inn í öruggar leiguíbúðir sem eru um 20% undir markaðsleigu á almennum markaði (skv. útreikningum Bjargs íbúðafélags).

Forstjóri stofnunarinnar, Hemann Jónsson,segir að þegar íbúðirnar verði allar komnar í notkun búium tíu þúsundíbúar við allt annað og betra húsnæðisöryggi en áður gafst kostur á. Um sé að ræða um 93 milljarða fjárfestingu í húsnæðiskerfi sem ekki þekktist áður á Íslandi. Hann segir leigumarkaðinn, eins og hann var, hafa þjónað illa þörfum fólks. Hermann segir húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og sem njóta meðgjafar ríkis og sveitarfélaga í formi stofnframlaga mun hentugri leigusala fyrir viðkæman hóp leigjenda. Fólk af erlendum uppruna, einstæðir foreldrar og öryrkjar eru meðal þeirra sem leigja íbúðirnar.