Alls 1.289 innanlandssmit og metfjöldi á landamærum...

Alls greindust 1.289 innanlandssmit í gær, sem er næstmesti fjöldi smita á einum degi frá upphafi faraldursins. Hins vegar hafa aldrei fleiri smit greinst á landamærunum og í gær, eða 177. Heildarfjöldi smita í gær var því 1.466. Af þeim sem greindust innanlands voru 804, eða rúm 62 prósent, ekki í sóttkví við greiningu.

Alls eru 8.641 í einangrun með virkt smit á landinu, og 6.940 í sóttkví eða samanlagt 15.581.

28 sjúklingar eru nú á Landspítala með covid og fjölgar um þrjá síðan í gær. Nú eru átta á gjörgæslu með covid, þar af eru sjö óbólusettir.

!function(e,i,n,s){var t=”InfogramEmbeds”,d=e.getElementsByTagName(“script”)[0];if(window[t]&&window[t].initialized)window[t].process&&window[t].process();else if(!e.getElementById(n)){var o=e.createElement(“script”);o.async=1,o.id=n,o.src=”https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js”,d.parentNode.insertBefore(o,d)}}(document,0,”infogram-async”);