Fjórar tilraunir og vindmyllan stendur enn...

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin í það verkefni í dag að sprengja upp vindmyllu sem skemmdist í bruna á nýársdag í Þykkvabæ. Ekki gekk að fella vindmylluna í fyrstu tilraun og heldur ekki þeirri næstu.