Nærri helmingur íhugar að hætta störfum...

Tæp 15% almennra lækna íhuga nær daglega að hætta á Landspítala. Um 17% til viðbótar íhuga það vikulega og tæplega 15% íhuga í hverjum mánuði að segja upp. Þetta þýðir að tæplega helmingur almennra lækna á spítalanum, eða 45% þeirra, íhugar að minnsta kosti einu sinni í mánuði að hætta þar störfum.