Ólöf Helga vill formannsstól Eflingar...

Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns stéttarfélagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá henni. Ólöf hefur gegnt embætti varaformanns frá því í nóvember síðastliðnum, eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir hætti störfum. Ólöf Helga komst í fréttir í fyrra þegar henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli. Hún hafði unnið þar í fimm ár og gegndi embætti trúnaðarmanns þegar henni var sagt upp í ágúst í fyrra. Þá stóðu kjaraviðræður yfir. Efling lýsti þá yfir stuðningi við Ólöfu Helgu, auk Flugvirkjafélags Íslands, Flugfreyjufélags Íslands og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Flugfreyjufélagið minntiá sameiginlega yfirlýsingu Icelandair, Samtaka atvinnulífsins, Flugfreyjufélagsins og ASÍ frá því í september árið 202 um að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það var gert eftir að Icelandair sagði upp flugfreyjum og flugþjónum í miðri kjaradeilu.

Ólöf Helga segist bjóða sig fram til formanns því hún hafi áhuga á að beina öllum sínum kröftum að verkalýðsbaráttu. Hún vilji leiða Eflingu í gegnum kjarasamninga sem eru lausir síðar á þessu ári. „Ég vil halda áfram því öfluga starfi sem Efling hefur uninð að síðustu ár og lýtur meðal annars að þjónustu við erlenda félagsmenn og þátttöku þeirra í starfi hreyfingarinnar,“ segir í tilkynningu hennar.

Agnieszka Ewa Ziolkowska, núverandi formaður Eflingar, lýsir í samtali við Stundina yfir stuðningi við framboð Ólafar. Hún hyggst snúa aftur í varaformannsembættið.