Reykur stígur upp af hrauninu í Nátthaga...

Athygli hefur vakið í dag hvernig hvítur reykur stígur upp frá hraunbreiðunni í Fagradalsfjalli, þar sem hún steypist ofan í Nátthaga við suðurenda fjallsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru þó engin merki um að ný kvika sé tekin að streyma upp á yfirborðið.