Tveir brunar með viku millibili við Elliðavatn...

Tveir sumarbústaðir hafa brunnið með viku millibili suðaustanmegin við Elliðavatn. Síðari bústaðurinn brann í nótt og var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Var sú ákvörðun tekin að láta bústaðinn brenna niður en vernda gróður í kring þar sem um vatnsverndarsvæði er að ræða, sagði í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hefur ekkert fundist sem bendir augljóslega til þess að um íkveikju hafi verið að ræða í hvoru tilfelli fyrir sig og ekkert fengist staðfest í þeim efnum. Brunarnir tveir eru þó enn til rannsóknar.

Slökkvilið hefur ekki sérstakar áhyggjur af því að bústaðirnir tveir, sem eru mjög nálægt hvorum öðrum, skuli hafa brunnið á svo skömmum tíma. Bústaðirnir voru báður mannlausir þegar þeir brunnu og höfðu ekki verið í notkun lengi.