Útilokar ekki að Delta verði áfram næstu mánuði...

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítala viðkvæma en fjöldi innlagna fer nú vaxandi. Hann segir ekki útilokað að Delta-afbrigðið, sem valdið hefur meirihluta spítalainnlagna á síðustu vikum, verði áfram viðloðandi samfélagið næstu mánuðina þó Ómíkron haldi áfram að sækja í sig veðrið.