Björgunarsveitir farnar að finna fyrir óveðrinu...

Óveðrið á suðvesturlandi skall á með látum á ellefta tímanum í kvöld. Fyrsta útkall til björgunarsveita barst klukkan 22:17 en eftir það höfðu rúmlega tuttugu tilkynningar borist til Slysavarnafélagsins Landsbjargar á rúmri klukkustund.