Gönguleiðum við gosstöðvarnar lokað vegna veðurs...

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað gönguleiðum við Fagradalsfjall vegna veðurs. 
Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook segir að ljóst sé að ekkert ferðaveður er á svæðinu. Reynst gæti erfitt fyrir viðbragðsaðila að bregðast við útköllum og sinna eftirliti á svæðinu og því ergossvæðinu lokað í dag.

Varað er viðvonskuveðri, semgengur yfir sunnan- og vestanvert landið frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.