Ungu fólki einfaldað að sækja um vinnudvöl á Bretlandi...

Ungt fólk getur nú sótt um dvalarleyfi vegna fyrirhugaðrar vinnudvalar á Bretlandi. Það byggir á samkomulagi þess efnis sem undirritað var milli ríkjanna í júlí á síðasta ári. Ísland er fyrsta ríkið á EES-svæðinu til að gera slíkan samning og það eina enn sem komið er. Samkomulaginu er að hluta til beitt til bráðabirgða uns íslenskum lögum hefur verið breytt svo taka megi upp öll ákvæði þess.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir samkomulagið marka tímamót, ekki síst fyrir ungt fólk. Umsókner hægt að nálgast á vef breskra yfirvalda.

Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að samkomulagið einfaldi umsóknarferli mjög en eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu þurfa allir sem þangað flytja að sækja um dvalarleyfi.

Eins þarf að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi þar í landi. Breskir ríkisborgarar geta einnig sótt um dvalarleyfi hér á landi. Þegar íslenskum lögum hefur verið breytt hækka aldurstakmörk breskra umsækjanda úr 26 árum í 30 og heildarlengd dvalar úr einu ári í tvö.