Ákærð fyrir fíkniefnaframleiðslu í sumarbústað í Kjós...

Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir að hafa staðið að framleiðslu á amfetamíni í sumarhúsi í Miðdal í Kjósarhreppi. Annar mannanna, Jónas Árni Lúðvíksson, hlaut dóm fyrir aðild að Papeyjar-málinu svokallaða en hinn er Steingrímur Þór Ólafsson sem var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við umfangsmikið virðisaukaskattsmál. Málið kom upp ummiðjan janúar á síðasta ári.

Í ákærukemur fram að lögreglahafi fylgt Jónasi og Steingrími Þór eftir að lokinni framleiðslu í sumarbústaðnum í Kjósog handtekið þá við Suðurlandsveg í Reykjavík.

Við handtöku er Jónas Árni sagður hafa kastað fíkniefnunum út úr bílnum. Konan var síðan handtekin í sumarhúsinu og lagði lögregla þar hald á 12,6 grömm af amfetamíni.

Steingrímur ereinnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákærunni er hann sagður hafa geymt á heimili annars manns í Hafnarfirði 5 lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa. Ekki kemur fram í ákærunni hversu mikið amfetamín hefði verið hægt að framleiða úr basanum.

Í ákærunni er krafist upptöku á býsna mörgum hlutum sem ætla má að saksóknari telji aðhafi verið notaðir til amfetamínframleiðslunnar.

Þetta eru meðal annars öryggisgrímur, glerföt og glerskálar, mælikönnur, rykgrímur og glerflaska. Þá vekur athygli að saksóknari vill gera Rolex-armbandsúr upptækt en lögreglan lagði hald á það við rannsókn málsins.

Jónas Árni og Steingrímur Þór sátu þrjámánuði í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeim var sleppt og úrskurðaðir í farbann þar sem lögreglu tókst ekki að ljúka við rannsókn málsins þannig að hægt væri að gefaút ákæru og halda þeim áfram í varðhaldi.

Alls voru sex handteknir í tengslum við rannsóknina, þar af tveir menn sem sátu þegar í fangelsi. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson sem í desember fyrir tveimur árum hlaut sex ára dóm fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarnesi.