„Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum...

Hann er stoltur af því að vera „Drullusokkur“ númer eitt en hér erum við að tala um Tryggva Sigurðsson, sem er einn af stofnendum bifhjólasamtakanna „Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum. Tryggvi er líka mikill listasmiður þegar kemur að bátslíkönum.