Fresta vináttulandsleik vegna veirunnar...

Vináttulandsleik Noregs og Danmerkur í handknattleik karla sem fara átti fram í Danmörku í dag hefur verið frestað fram á laugardag vegna kórónuveirusmita í herbúðum danska liðsins. Norska handknattleikssambandið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag.