Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á aðgerðir...

Íslensk erfðagreining hyggst leggja í rannsókn, í umboði sóttvarnalæknis, nú í næstu viku þar sem reynt verður að svara því hve víða veiran hefur dreift sér í samfélaginu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vonast til þess að rannsókninni ljúki öðru hvoru megin við þar næstu helgi. Niðurstöðurnar gætu haft veruleg áhrif á þær aðgerðir sem notast er við til þess að eigast við faraldurinn.