Skiptalok á bókaútgáfu sem varð gjaldþrota 1990...

Á næst síðasta degi síðasta árs voru auglýst skiptalok í þrotabúi bókafélagsins og bókaútgáfunnar Svart á hvítu ehf. Ekki er óalgengt að slíkar skiptalokaauglýsingar rati í Lögbirtingablaðið, en athygli vekur að umrætt þrotabú var úrskurðað gjaldþrota árið 1990, eða fyrir tæplega 32 árum síðan.