Ferskur eftir fjarveruna...

„Undirbúningurinn gengur bara vel og allir virðast vera í flottu formi. Út af veirunni gætu aðstæðurnar verið betri en þetta er bara eins og ef við værum erlendis og þekktum engan. Þá værum við bara saman inni á hóteli. Þannig er þetta núna og mórallinn í hópnum er fínn,“ sagði Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.