Kvöld­fréttir Stöðvar 2...

Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmanns þar sem hann neitar að hafa brotið gegn ungri konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar í gær vegna málsins og telja sumir um vendipunkt að ræða í þessum málum. Við ræðum við sérfræðing í #metoo málum og slaufunarmenningu í fréttatímanum.