Þumall ekki það sama og þumall...

Það vakti athygli í gær þegar Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) líkaði við færslu Loga Bergmanns, fjölmiðlamanns, þar sem hann ber af sér sakir í kynferðisbrotamáli sem hann er bendlaður við. Sigríður hefur nú greint frá því að það hafi verið mistök að líka við færsluna.