Tveir skotnir í Svíþjóð í nótt...

Tveir menn á fertugsaldri voru skotnir í Tranås skömmu eftir miðnætti í nótt. Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í nótt, grunaður um aðild að skotárásinni. Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan leiti fleiri árásarmanna. Tilkynnt var um skothvelli í miðbæ Tranås klukkan 00.17. Á vettvangi fundu lögreglumenn mennina tvo sem höfðu verið skotnir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús. Lesa meira

Frétt af DV