Bale gæti lagt skóna á hilluna ef Wales kemst ekki á HM...

Knattspyrnumaðurinn Gareth Bale íhugar að leggja skóna á hilluna komist Wales ekki á lokamót HM sem haldið verður í Katar í desember. Komist Wales hins vegar á HM gæti þessi fyrrum dýrasti knattspyrnumaður heims snúið aftur til heimalandsins og leikið þar með liði í ensku 1. deildinni.