Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2...

Forstjóri Landspítala telur rétt að sett verði á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Rætt verður við forstjórann í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.