Eyjakonur í góðum málum fyrir seinni leikinn...

Kvennalið ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið mætti tékkneska liðinu Sokol Pisek í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta, 27-20. Leikið var í Vestmannaeyjum, en leikurin taldist þó sem heimaleikur tékkneska liðsins.