„Foss­vogs­hrellirinn“ skelfir íbúa í Efsta­leiti...

Íbúi í Efstaleiti í Reykjavík lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að rekast á innbrotsþjóf í bílakjallara í húsi sínu í gær. Hann gaf sig á tal við þjófinn sem réðst þá á hann í kjölfarið, en íbúar í Fossvoginum kannast vel við kauða. Innbrotsþjófurinn virðist nú hafa fært sig um set.