Grunaður um íkveikju í Borgartúni...

Tilkynnt var um eld í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni í Reykjavík í gærkvöld. Slökkvilið var kallað til en lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Nokkur reykur var í húsinu og slökkvilið reykræsti. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maður í annarlegu ástandi hafi verið handtekinn á vettvangi, grunaður um að hafa brotist inn í húsið og kveikt í.

Alls eru 89 mál skráð í dagbók lögreglu frá því síðdegis í gær. Þar eru nokkrir árekstrar og bílvelta á Hólmsheiðarvegi, en ökumaður var einn í bílnum og slapp án teljandi meiðsla.