Hætta við 75.000 króna launaauka eftir gagnrýni...

Borgarráð hefur hætt við að greiða starfsfólki leikskóla 75 þúsund krónur fyrir að stuðla að ráðningum á leikskóla. Hugmyndin var sú að starfsfólk fengi greitt ef vinur eða skyldmenni yrði ráðinn til meira en þriggja mánaða á leikskóla í borginni. Tillagan hlaut töluverða gagnrýni í fjölmiðlum. Formaður félags leikskólakennara sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2að tillagan sé grátbrosleg ogsvipitil pýramídasvindls.

Tillagan var einn liður í átaki borgarinnar í ráðningar- og mannauðsmálum á leikskólum og var samþykkt af borgarráði á þriðjudag. Til þess að standa undir fjölgun leikskólaplássa næstu 3-4 árin má gera ráð fyrir að þurfi að ráða 250-300 starfsmenn til viðbótar á leikskóla í borginni.

Tóku til sín gagnrýni

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir þau hafa tekið til sín gagnrýni hagsmunaaðila um launaaukann, og ætli að leggja áherslu á aðra þætti til þess að fá aukinn mannskap til starfa.

„Já, það bara komfram málefnanleg og góð gagnrýni á þessa tillögu og viðteljum að hún sé eitthvað sem við eigum að taka til greina. Þannig að við tökum mark á því“ segir Skúli.

Launaaukinn var ekki aðalatriðið

„Í okkar huga voru það aðalatriði málsins önnur.Til dæmisað vera með mannauðsráðgjafa sem sérstaklega er ráðinn nýr inn til þess að helga sig leikskólamálunum“ segir Skúli. „Það er líkaþarna önnur tillaga þarna umtímabundna ráðningu til að styðja við þá leikskóla sem eiga lengst í land með að ljúka sínum ráðningum.“

Þá nefnir hann að liðir líkt og efld íslenskukennsla og bætt mótttaka nýliða, hafi fallið í skuggann af umræðu um launaaukann. Það séu atriði sem verði sett í forgrunn.