Ölvaður ökumaður flúði af vettvangi slyss...

Þriggja bíla árekstur varð á veginum um Þrengsli á sjötta tímanum í morgun. Ökumaður eins bílsins flúði af vettvangi, en ekki leið á löngu þar til lögregla hafði hendur í hári hans. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þrengslavegur var lokaður í um klukkustund vegna slyssins, en dráttarbíl þurfti til að draga bíla af veginum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þó enginn slasaður.