Segir læk Áslaugar Örnu mikil vonbrigði...

Hlaðvarpsstjórnandinn og aðgerðasinninn Edda Falak, segist mjög vonsvikin yfir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi líkað við færslu Loga Bergmanns fjölmiðlamanns þar sem hann segist saklaus af sökum um kynferðisbrot.
Sjá einnig:Ráðherra lækar færslu Loga sem lokar fyrir ummæli

Þátttakandi í #ÉgTrúi herferðinni

„Mér fannst þetta vonbrigði líka vegna þess að ég gerði þetta myndband sem heitir’Ég trúi’, sem snýst um að styðja og trúa þolendum. Ég gerði öllum fyllilega grein fyrir því hvað þetta snerist um“ segir Edda. „Að taka þátt í þessu sem sýndarmennsku finnst mér bara mjög særandi.“

Myndbandið fékk yfir 150 þúsund áhorf og segir Edda, sem efast núum hver tilgangur ráðherrans hafi verið með þátttökunni. „Fyrir hvern varstu þarna? Fyrir hvað?“

Edda segist ekki ætla að setja sig í samband við Áslaugu vegna málsins. „Égheld hún viti alveg mínar skoðanir á þessu.“

Gaslýsing að segja læk sé ekki stuðningur

„Mér finnst það svo mikil gaslýsing að koma fram og segja – Nei, mitt læk það er ekki læk. Það er bara samkennd. Að segja við alla aðra – Nei, þið misskilduð hvað ég meinti“ segir Edda.

„Hún er á mínum aldri og hún veit alveg hvað læk þýðir. Læk þýðir mér líkar þessi málflutningur, mér líka það sem þú ert að segja“ segir Edda. Hún ítrekar það sé ekki hægt að halda öðru fram en að þegar líkað er við Facebook færslu sé verið að veita einhverskonar stuðning.

Hægt er að hlusta á viðtal við þær Eddu Falak, Ingunni Agnesi Kro og Ingu Björg Hjaltadóttur úr Vikulokunum á Rás 1 í spilaranum hér að ofan.