915 smit innanlands í gær...

915 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 134 í landamærasýnatöku. Alls eru nú 9.365 í einangrun vegna Covid-smits, og 9.798 í sóttkví. Enn eru því um 19þúsund manns í sóttkví eða einangrun, en þeim fækkar um tæplega þúsund frá í gær.

Um 400 starfsmenn landspítala eru í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19. Nú eru 38 á sjúkrahúsi með covid, þar af 8 á gjörgæslu. Fjöldinn hefur aukist jafnt og þétt fra áramótum,en fyrstu daga ársins voru rúmlega 20 á sjúkrahúsi. Hlutfallið milli bólusettra og óbólusettra er svipað en fleiri á gjörgæslu eru óbólusettir, sex af átta.