Daníel smitaðist af veirunni...

Daníel Leó Grétarsson, miðvörður enska B-deildarfélagsins Blackpool og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, smitaðist af kórónuveirunni á dögunum og var því ekki í leikmannahópi Blackpool þegar liðið var slegið út af D-deildarliðinu Hartlepool United í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær.