Hugmynd um vistaskipti kviknaði í líkbílnum...

Í byrjun árs 2020 jarðsöng séra Grétar Halldór Gunnarsson afa sinn á Ísafirði ásamt sóknarprestinum þar, séra Magnúsi Erlingssyni. Alla jafna er Grétar prestur í Grafarvogskirkju. Í líkbílnum á leiðinni inn í kirkjugarð kviknaði sú hugmynd að kannski ættu þeir Magnús að prófa að hafa kirkjuskipti. „Þá sagði Magnús, „Ja, ég get sagt þér frændi. Ef þú ert þá er ég til,““ rifjar Grétar upp, „og meðhjálparinn var í bílnum og spurði okkur hvort þetta væri þá ákveðið.“ Skiptu á Grafarvogskirkju og Ísafjarðarkirkju

Fjallað var um vistaskipti séra Magnúsar og séra Grétars í Sögum af landi á Rás 1. Rúmu ári eftir samtalið í líkbílnum hringdi Grétar í Magnús og það varð til þess að þeir hafa nú vistaskipti. „Reglur þjóðkirkjunnar gera ráð fyrir því að vistaskipti séu möguleg ef báðar sóknarnefndirnar samþykkja það og biskup Íslands,“ segir Grétar. „Magnús er þetta árið í Grafarvogskirkju og ég hér við Ísafjarðarkirkju.

„Við erum kirkjugarðarnir og útfararþjónustan“

Það kemur á daginn að störf þessara tveggja kollega eru mjög ólík. Grafarvogskirkja er í stærstu sókn landsins og meira en átjánþúsund manns búa innan sóknarmarka hennar. Þar starfa fjórir prestar, tveir organistar, tveir kirkjuverðir, æskulýðsfulltrúar og ritari. „Þegar maður kemur hingað á Ísafjörð þá er presturinn miklu meira einn, það er organisti og kirkjuvörðuren verkin falla óneitanlega á færri hendur. Vissulega er hérna miklu færra fólk en það kemur mikið á óvart hversu miklu munar um þetta fólk og stofnanir sem maður hefur í kringum sig í Reykjavík.Á Ísafirðierum við ekki með sérstakaútfararþjónustu, við erum ekki með sérstaka kirkjugarða. Við erum kirkjugarðarnir ogútfararþjónustan.“

Raðar stólum, kaupir kex og sér um athafnir

„Ég man til dæmis þegar ég var að byrja hérna með kirkjuskólann, semReykvíkingarþekkja sem sunnudagaskólann.Hér er hann á virkum degi og heitir kirkjuskólinn, þá fólst það til dæmis í því að ég þurfti að raða stólum, kaupa kaffi, kaupa djús, kaupa kex, prenta út myndir til að lita, gera liti tilbúna, undirbúa efni og setja upp dagskrána. Þannig að undirbúningurinn var miklu meiri, eins og ég segi, frá gólfinu og upp,“ segir Grétar. ÍGrafarvogskirkju er æskulýðsfulltrúi sem sér að miklu leyti um barnastarfið.

Ekki svo einfalt að segja að færra fólk geri starfið léttara

„Það hefur lengi verið samtal og stundum smá rígur, milli presta sem starfa innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem starfa á höfuðborgarsvæðinu benda á það að það sémiklu fleira fólk per prest á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Miðað er við það að það séu fjögur til fimm þúsund manns per prest í Reykjavík á meðan á sumum stöðum á landsbyggðinni er þetta kannski um 2.500 manns og jafnvel allt niður í 800 manns per prest.Þannig hafa margir giskað á að það sé miklu auðveldara að vera prestur á landsbyggðinni. En það er ekki alveg svona einfalt, hef ég komist að,“ segir Grétar.