Tíu teknir við akstur undir áhrifum...

Tíu ökumenn voru stöðvaðir við akstur undir ahrifum áfengis eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta segir í dagbók lögreglu. Nokkuð var um hávaðakvartanir, en lögregla sinnti átján slíkum útköllum í nótt. Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur.

Í Hlíðunum í Reykjavík var maður i annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa rutt sér leið inn í íbúð aldraðrar konu. Hann gistir nú fangageymslur.

Þá var kveikt í ruslagám í Breiðholti og þurfti að kalla út slökkvilið til að slökkva eldinn.