Birgitta skráð í heiðurssæti E-lista án hennar vitneskju...

„Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, sem sér til mikillar undrunar er skráð í 24. sæti E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar, sem býður fram lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.