Kauphallarvísitalan sú lægsta í rúmt ár...

Miklar lækkanir hafa verið á gengi hlutabréfa í kauphöllum víða um heim í dag. Ástæðan er meðal annars rakin til ótta fjárfesta um að verulega dragi úr hagvexti á næstum mánuðum vegna stríðsins í Úkraínu. Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,16 prósent og hefur ekki verið lægri í rúmt ár. Hlutabréf í öllum fyrirtækjum lækkuðu í verði. Mest lækkuðu hlutabréf í Origo um 4,83 prósent og þar næst í Skel um 4,68 prósent.