Engin vakt á þyrlu Gæslunnar í dag...

Engin vakt er til taks til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag vegna veikinda. Flytja þarf mann, sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjalli landleiðina vegna þess að engin þyrla er tiltæk.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu að enginn flugstjóri hefði verið á vakt í dag vegna veikinda og ekki hefði tekist að fá flugstjóra á frívakt í staðinn. „Því gat þyrlusveitin ekki sinnt þessu útkalli,“ segir Ásgeir.

Hann segir að alltaf séallt reynt til að fullmanna áhöfn og að það sé alvarleg staða þegar það sé ekki hægt. „Við reyndum allt sem hægt var í stöðunni, en það gekk ekki.“

Að sögn Ásgeirs starfa sex flugstjórar á þyrlum Gæslunnar, þar af eru tveir staðsettir á Norðurlandi. „Það voru þrír á frívakt og því miður gat enginnsinnt kallinu.“

Hefur þetta gerst áður? „Ég veit ekki til þess, migrekur ekki minni til þess,“ segir Ásgeir.

Fram hefur komið í fréttum að sífellt erfiðara hafi verið að manna vaktir á þyrlum Gæslunnar, en flugmenn þeirra og flugstjórar hafa verið án kjarasamnings í á þriðja ár. Spurður hvort það ástand sem nú er uppitengist kjarasamningum segir Ásgeir engar vísbendingar hafa um það.